Aðalréttir

Súpa úr sætum kartöflum og gulrótum

Fyrir 4

2 Charlottulaukar (eða 1 venjulegur laukur)
1 hvítlauksgeiri
500g sætar kartöflur
125g gulrætur
2 msk ólífuolía
2 msk ferskt sítrónutímian (eða bara ½-1 tsk þurrkað tímían)
½ L vatn
1/2 grænmetisteningur (5g) (25) (prótein ca11g/100g t.d. Knorr)
150 ml eplasafi

Klipptur graslaukur til að skreyta súpuna með í lokin

Skerið laukinn og hvítlaukinn í litla bita ásamt sætum kartöflum og gulrótum. Steikið laukinn og hvítlaukinn í olíunni þar til hann er gylltur og mjúkur. Bætið í sætu kartöflunum, gulrótunum og tímían. Hrærið í pottinum þannig að allt blandist vel saman í nokkrar mínútur og bætið síðan í vatni, krafti og eplasafa. Látið sjóða við lágan hita í 20-30 mínútur þar til allt er mjúkt. Setjið þá innihalds pottsins í mixara og mixið allt saman, hitið upp á nýjan leik og berið fram á diski með nýklipptum graslauk. Berið fram með próteinskertu brauði og góðu salati.

Í uppskrift: Ca 25 Phe
Í skammti: Ca 5 Phe

Skildu eftir svar