Félagið

PKU félagið á Íslandi er félag einstaklinga með PKU eða skylda efnaskiptagalla, foreldra þeirra, ættingja og annars áhugafólks um velferð þeirra. Félagið var stofnað 1. apríl 1992 og er tilgangur félagsins m.a. að miðla upplýsingum og fræðslu um PKU og skylda efnaskiptasjúkdóma, fylgjast með rannsóknum og þróun og vera vettvangur fyrir gagnkvæman stuðning einstaklinga og fjölskyldna. Fimm manna stjórn er kosin til tveggja ára í senn.

PKU félagið á Íslandi heldur úti heimasíðuinni pku.is