Eftirréttir

Bismark ís

Fyrir 10

Frá Erlu

1 líter Menkomel rjómi (fæst í m.a. í Hagkaup) (0.7g prótein/100g) (350 Phe)
1 stór poki bismark brjóstsykur (160g?)
1 poki dökkur súkkulaðispænir (frá Mónu) (150g) (330)

Hakkið brjóstsykurinn í matvinnsluvél þar til hann er nánast orðin að dufti. Þeytið Menkomel rjómann. Hrærið öllu saman og setjið í box. Eitt stórt box eða mörg lítil eftir hvað hentar. Frystið í að minnsta kosti sólarhring áður en bera á ísinn fram.

Í uppskrift: ca 680 mg Phe
Í skammti: ca 70 mg Phe

Hugmynd: Góður með HERSHEY’S Genuine Chocolate Flavored Lite Syrup þ.e. Hersey´s súkkulaðisíróp (100g = ca 35 mg Phe)

Skildu eftir svar